Risaþotu lent á litlum flugvelli fyrir mistök

Flugvél af gerðinni Boeing 747 Dreamlifter.
Flugvél af gerðinni Boeing 747 Dreamlifter. Wikipedia

Vöruflutningavél af gerðinni Boeing 747 Dreamlifter var fyrir mistök lent á litlum flugvelli í Kansas. Flugvélin, sem er engin smásmíði, mun gera tilraun til að hefja sig aftur til flugs, en tekið skal fram að flugbrautin er í styttri kantinum.

Flugmaður vélarinnar átti að lenda vélinni á McConnel-herflugvellinum í Wichita en vegna mistaka lenti hann vélinni á Colonel James Jabara-herflugvellinum, sem er skammt frá.

Talsmenn flugvallarins segja að þrátt fyrir að flugbrautin sé mun styttri á Jabara-flugvellinum þá muni vélin takast á loft. Stefnt er að flugtaki kl. 18 að íslenskum tíma í dag.

Alla jafna þarf vélin 2.800 metra langa flugbraut til að takast á loft, þ.e. þegar hún er fullhlaðin. Brautin á Jabara er hins vegar aðeins 1.860 metra löng. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.