Hamas samþykkja vopnahléstillögu

Ísrael/Palestína | 6. maí 2024

Hamas samþykkja vopnahléstillögu

Sendinefnd Hamas hefur fallist á nýja vopnahléstillögu erindreka Katar og Egyptalands. Samtökin segja boltann nú hjá Ísrael.

Hamas samþykkja vopnahléstillögu

Ísrael/Palestína | 6. maí 2024

Frá árás Ísraelsmanna í Rafah í dag.
Frá árás Ísraelsmanna í Rafah í dag. AFP

Sendinefnd Hamas hefur fallist á nýja vopnahléstillögu erindreka Katar og Egyptalands. Samtökin segja boltann nú hjá Ísrael.

Sendinefnd Hamas hefur fallist á nýja vopnahléstillögu erindreka Katar og Egyptalands. Samtökin segja boltann nú hjá Ísrael.

Segir í tilkynningu að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi átt símtal við forsætisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani og upplýsingaráðherra Egyptalands, Abbas Kamel, og hafi þar samþykkt sameiginlega tillögu þeirra að vopnahléi. 

„Nú þegar Hamas hefur samþykkt tillögu sáttasemjara að vopnahléi liggur boltinn hjá hernámsvaldi Ísraels, hvort sem þeir hyggist samþykkja hana eða leggjast gegn henni,“ sagði háttsettur starfsmaður Hamas í samtali við fréttastofu AFP. 

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafnaði annarri vopnahléstillögu Hamas í gær og sagðist ekki muna samþykja tillögur þeirra þar sem það myndi þýða mikinn ósigur fyrir Ísrael.

Undirbúa hernaðaraðgerðir

Ísraelsher undirbýr nú hernaðaraðgerðir í borginni Rafah, við landamæri Gasa og Egyptalands. Ísra­els­her hef­ur hvatt al­menn­ing til að yf­ir­gefa borg­ina.

Sagðist herinn ætla að flytja á brott um 100 þúsund manns í morgun vegna fyrirhugaðrar árásar. Hefur herinn þegar drepið að minnsta kosti 19 manns í Rafah í nótt í eldflaugaárás.

Yf­ir­vof­andi árás hef­ur vakið ótta hjá hjálp­ar­sam­tök­um og leiðtog­um alþjóðasam­fé­lags­ins vegna mannúðarsjónarmiða. Um 1,2 milljónir manns hafa leitað skjóls í borginni eftir að árásir Ísraelsmanna hófust í október.  

mbl.is