Hundruð þúsunda tóku þátt í mótmælum í New York

Stuðningsmaður og andstæðingur stríðsins í Írak deila í New York …
Stuðningsmaður og andstæðingur stríðsins í Írak deila í New York í gær. AP

Hundruð þúsunda manna tóku þátt í mótmælum gegn stefnu ríkisstjórnar George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í New York í gær. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum voru kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore, leikarinn Danny Glover og þingmaðurinn Jesse Jackson. Efnt var til mótmæla fyrir þing Repúblikanaflokksins sem fer fram í Madison Square Garden í dag.

Mikil öryggisgæsla var vegna mótmæla í borginni. Lögregla hafði yfir að ráða sprengjuleitartækjum, búnaði til þess að takast á við mótmælendur og hunda. Þá sveimuðu lögregluþyrlur yfir borgarhlutum. Talið er að lögreglan hafi handtekið í kringum 300 manns vegna mótmæla í borginni um helgina.

Ekki er von á forsetanum á þingið fyrr en á miðvikudag, en þar verður formlega lýst yfir útnefningu hans sem forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins fyrir komandi kosningar, að sögn BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert