SÞ fordæmir þá sem afneita helför gyðinga

Gestur sést hér ganga fram hjá stórri ljósmynd af Auschwitz …
Gestur sést hér ganga fram hjá stórri ljósmynd af Auschwitz útrýmingarbúðunum á minningarsafni um helförina í Washington í Bandaríkjunum. Reuters

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun, sem Bandaríkin lögðu drög að, þar sem þeir sem afneita helförinni gegn gyðingum eru fordæmdir. Ályktunin er samþykkt nokkrum vikum eftir að Íranar stóðu fyrir ráðstefnu þar sem flestir fundargesta voru efasemdarfólk varðandi helförina, þ.e. efast um að nasistar hafi útrýmt sex milljónum gyðinga á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Ályktunin, sem yfir 100 þjóðir studdu, þ.á.m. öll vestræn ríki, var samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu. Íranar vildu þó ekkert með ályktunina gera, sem þeir kalla pólitíska æfingu sem Ísraelar muni misnota gegn Palestínumönnum.

Ályktunin „fordæmir skilyrðislaust hvers kyns afneitun á helförinni“ og „hvetur öll aðildarríki til þess að hafna afdráttarlaust hver kyns afneitunum á að helförin hafi ekki verið sögulegur atburður, annaðhvort að fullu eða hluta, eða hvers kyns athafnasemi þar að lútandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert