Tveir verða ákærðir vegna umdeildrar auglýsingaherferðar í Boston

Yfirvöld í Boston í Bandaríkjunum ætla að ákæra tvo menn í dag eftir að umfangsmikil markaðsherferð með blikkandi ljósaskiltum víða um borgina olli allsherjaruppnámi í gær, og öryggisviðbúnaður var meiri en nokkru sinni síðan 11. september 2001.

Dómsmálaráðherra Massachusetts, Martha Coakley, greindi frá því í dag að mennirnir, sem eru 28 og 27 ára, yrðu ákærðir.

Turner-sjónvarpsstöðin, sem er í eigu Time Warner, greindi frá því í gærkvöldi að hún bæri ábyrgð á þessari markaðsherferð, sem ætlað var að vekja athygli á nýjum teiknimyndasjónvarpsþætti. Voru ljósaskiltin sett upp í tíu stórborgum í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert