Gagnrýna handtökur í Birmingham

Frá föstudagsbæn í Birmingham
Frá föstudagsbæn í Birmingham Reuters

Múslimaleiðtogar í Birmingham í Bretlandi gagnrýna handtökur á níu mönnum í aðgerðum gegn hryðjuverkum fyrr í vikunni. Þeir gagnrýna jafnframt umfjöllun fjölmiðla um málið. Mennirnir voru handteknir vegna þess að þeir voru grunaðir um að undirbúa rán á hermanni sem er múslimi. Þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi.

Ekki hafa verið gefin upp nöfn mannanna en þeir eru allir Bretar en ættaðir frá Pakistan. Samkvæmt breskum lögum má lögregla halda þeim án ákæru í 28 daga. Lögreglan fylgdist með mönnunum í átta mánuði áður en hún handtók þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert