Blár og hvítur Tuborg til liðs við þann græna

tuborg.dk

Græni Tuborg-bjórinn eignaðist í dag tvo nýja bræður, hvítan og bláan Tuborg. Bjórtegundunum nýju er ætlað að svara þeirri samkeppni sem sá græni hefur orðið fyrir undanfarin ár frá sérframleiddum bjórtegundum, sem yfirleitt eru framleiddar í litlu mæli. Þetta kemur fram á danska fréttavefnum Börsen.

Segir Carsten Suhrke, markaðsstjóri Tuborg að mörgum bjórunnendum þyki sérbjórinn of sérstakur og of dýr, og að nýi bjórinn í hvítu og bláu flöskunum höfði þannig til þeirra sem vilji feta meðalveginn.

Markaðsherferðin til að kynna bjórtegundirnar mun vera sú umfangsmesta síðan Tuborg Classic bjórinn var markaðssettur fyrir fjórtán árum, en það er nú viðskiptavinanna að ákveða hvort tegundirnar eru komnar til að vera, sá hvíti og sá blái verða seldir í dönskum verslunum í hálft ár til reynslu og verður ákvörðun um framtíð þeirra svo tekin út frá sölutölum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert