Japanskt hvalveiðiskip og skip Sea Shepherd rákust saman

Robert Hunter, skip Sea Shepherd samakanna, fylgir japanska hvalveiðiskipinu Nisshin …
Robert Hunter, skip Sea Shepherd samakanna, fylgir japanska hvalveiðiskipinu Nisshin Maru eftir. Sea Shepherd sendi myndina frá sér. Reuters

Skip Sea Shepherd samtakanna, Robert Hunter, lenti tvívegis í árekstri við japanskt hvalveiðiskip, sem nefnist Kaiko Maru, á hrefnumiðunum í Suðurhöfunum um helgina. Um eins metra löng rifa kom á stefni Robert Hunter, að Sea Shepherd. Japanska skipið sendi út neyðarkall eftir áreksturinn en svaraði ekki boði Sea Shepherdmanna um aðstoð, sögn Pauls Watsons, stofnanda samtakanna.

Watson sagði, að Kaiko Maru hefði tvívegis siglt á Robert Hunter í morgun eftir að náttúruverndarsinnarnir reyndu að koma í veg fyrir að japanska skipið kæmist að hvalavöðu.

Watson sagði að engan um borð hefði sakað. Hann sagði að Kaiko Maru hefði síðan sent út neyðarkall og áhöfn skipsins hefði gefið til kynna að eitthvað væri að skrúfunni. Watson sagði að áhöfn hans hefði boðist til að senda kafara niður að japanska skipinu en engin svör fengið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert