Þeir sem ættleiða verja meiri tíma með börnunum

Ættleidd börn í Bandaríkjunum verja meiri tíma með foreldrum sínum, …
Ættleidd börn í Bandaríkjunum verja meiri tíma með foreldrum sínum, samkvæmt rannsókn þar í landi. mbl.is/ÞÖK

Pör sem ættleiða verja meiri tíma með börnunum en þeir sem eiga börn með hefðbundnum hætti, samkvæmt niðurstöðum bandarískrar rannsóknar sem finna má í nýjasta hefti tímaritsins American Sociological Review. Pör sem ættleiða börn verja meiri tíma í að lesa fyrir börnin, borða með þeim og ræða við þau um vandamál sín en aðrir foreldrar.

„Ein af ástæðum þess að pör sem ættleiða verja meiri tíma með börnunum er sú að þau vilja virkilega eiga börnin og leggja gríðarlega mikið á sig til þess,“ segir Brian Powell, félagsfræðingur við Indiana-háskóla og einn rannsakenda. Pör sem ættleiði þurfi að glíma við það álit margra að þeir sem ættleiði séu ekki raunverulegir foreldrar. Þau þurfi að sýna fram á að svo sé ekki og leggi því gríðarmikið á sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert