Risahola gleypti nokkur hús í Gvatemala

Eins og sést þá er holan gríðarstór.
Eins og sést þá er holan gríðarstór. Reuters

Gríðarstór hola gleypti nokkur hús og að minnsta kosti eina vörubifreið í fátækrahverfinu í Gvatemalaborg. Holan er sögð vera meira en 100 metrar á dýpt. Íbúar í nágrenninu segja að þeir hafi fundið fyrir skjálfta og heyrt mikinn hávaða skömmu áður en húsin hrundu ofan í holuna.

Yfir 1.000 heimili voru rýmd í kjölfar atviksins. Að sögn yfirvalda hefur enginn látist. Embættismenn segja að tæring í skólplögnum hafi valdið því að holan myndaðist.

Yfirvöld hvöttu í upphafi íbúana í hverfinu til þess að halda kyrru fyrir þegar þetta gerðist í gærkvöldi að staðartíma. Í framhaldinu var síðan ákveðið að flytja fólkið í neyðarskýli.

Fram kemur á fréttavef BBC. að í fyrstu hafi þriggja verið saknað en hafa nú skotið upp kollinum.

Bæjarstjórinn, Alvaro Arzu, segir að nú sé unnið að því að gera við skólplagnirnar og að búið sé að bjóða hlutaðeigandi aðilum aðstoð.

Holan er um 100 metrar á dýpt og gleypti nokkur …
Holan er um 100 metrar á dýpt og gleypti nokkur hús og a.m.k. eina vörubifreið. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert