Danskur eftirlaunaþegi eignaðist barn

Dönsk kona á eftirlaunum, 61 ár að aldri hefur fætt stúlku á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Fréttavefur danska blaðsins Berlingske Tidende segir frá þessu. Konan er þar með sú elsta sem fætt hefur barn í Danmörku, en hún gekkst undir gervifrjóvgun í Englandi. Dóttirin, sem vó um 3 kíló, er fyrsta barn konunnar og mun heilsast vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert