Svíar tútna út; fjöldi of feitra hefur tvöfaldast á 25 árum

Offita hefur verið að aukast í Evrópu á undanförnum árum. …
Offita hefur verið að aukast í Evrópu á undanförnum árum. Nú hefur komið í ljós að fjöldi of feitra í Svíþjóð hafi tvöfaldast á 25 árum. Þá eru 23% Breta og 12% Þjóðverjar sagðir vera of feitir. Reuters

Fjöldi þeirra sem eru of feitir í Svíþjóð hefur tvöfaldast á sl. 25 árum, en í dag er einn af hverjum 10 Svíum talin vera of feitur. Þetta kemur fram í rannsókn sem sænska Hagstofan gerði.

Offita er nú sögð vera jafnmikil hjá konum og körlum, að því er segir í niðurstöðum skýrslunnar sem var birt í gær. Í rannsókninni var þyngd Svía skoðuð frá árinu 1980 til 2005.

Fram kemur að vandamálið hafi aukist hvað mest hjá ungum konum, starfsfólki sem vinnur ekki erfiðisvinnu og hjá þeim sem búa í dreifbýli. Það er þó tekið fram að þyngdaraukning hafi greinst hjá Svíum í öllum þjóðfélaghópum á umræddu tímabili.

Offita hefur lengi verið mikið vandamál í Bandaríkjunum. Á undanförnum árum hefur vandamálið verið að aukast í Evrópu, en rekja má vandann til breyttrar matar- og lífsvenja. Í Frakklandi er t.a.m. 9% íbúanna sagðir vera of feitir miðað við 12% í Þýskalandi og 23% íbúa Bretlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert