42 vændiskonur dæmdar í fangelsi í Gambíu

Dómstóll í Gambíu dæmdi í dag 42 vændiskonur í fangelsi í allt að tvær vikur fyrir vændi en vændiskonurnar voru handteknar í aðgerðum lögreglu gegn vændi í höfuðborg landsins, Banjul, fyrr í vikunni.

Öllum konunum var gefið færi á að greiða sekt í stað fangelsisvistar. Fleiri konur voru handteknar í aðgerðum lögreglu en þær sem neituðu sök var gert að vera áfram í haldi lögreglu og mæta fyrir dóm á ný í næstu viku.

Dómarinn sýknaði ófríska vændiskonu sem og aðra sem var með barn á brjósti en þær voru handteknar þar sem þær voru með vestrænum ferðamönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert