Loftárásir á meinta uppreisnarmenn suður af Bagdad

Íraksir hermenn í Diwaniyah í dag.
Íraksir hermenn í Diwaniyah í dag. Reuters

Bandarískar herflugvélar gerðu í dag loftárásir á meinta uppreisnarmenn vopnaða flugskeytum er til átaka kom, annan daginn í röð, í Diwaniyah, suður af Bagdad. Íraski herinn hóf árás á uppreisnarmennina í gær, og að sögn heimildamanna fréttastofunnar AFP hafa að minnsta kosti fjórir fallið síðan, og 25 verið fluttir særðir á sjúkrahús.

Óttast er að fleiri séu fallnir, en vegna átakanna geta ökumenn sjúkrabíla ekki sótt fórnarlömbin.

Bandaríski herinn tilkynnti í morgun að gerð hefði verið loftárás á meinta uppreisnarmenn eftir að ábending hefði borist frá íbúum í Diwaniyah, þar sem sjítar eru í meirihluta og átök öryggissveita íraskra stjórnvalda og hópa vopnaðra sjíta hafa staðið mánuðum saman. Einnig hefur þar alloft skorist innbyrðis í odda með sjítahópum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert