Bresk hvalaverndunarsamtök hvetja stórverslanir til að sniðganga fisk frá HB Granda

Bresk hvalaverndunarsamtök vilja að breskar stórverslanir sniðgangi íslensk fiskvinnslufyrirtæki sem …
Bresk hvalaverndunarsamtök vilja að breskar stórverslanir sniðgangi íslensk fiskvinnslufyrirtæki sem tengjast hvalveiðum. mbl.is/ÞÖK

Bresk hvalaverndunarsamtök (Whale and Dolphin Conservation Society) kalla nú eftir því að stórverslanir og birgjar í Bretlandi staðfesti að þeir kaupi ekki fisk frá íslenskum fiskvinnslufyrirtækjum sem tengjast hvalveiðum.

Fram kemur á vefsíðu WDCS að samtökin hafi komist að því að hvalveiðiiðnaðurinn á Íslandi tengist íslenskum fiskvinnslufyrirtækjum að hluta.

Samtökin hafa sent stærstu stórverslununum og fiskheildsölum í Bretlandi bréf þar sem bent er á þessi tengsl íslenskra fiskvinnslufyrirtækja við hvalveiðar. WDCS vill fá tryggingu fyrir því að fyrirtækin muni ekki kaup fisk af íslenskum fiskvinnslufyrirtækjum sem tengjast beint eða óbeint hvalveiðum.

Fram kemur á vef samtakanna að þau hafi komist að því, þrátt fyrir yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda að fiskvinnslufyrirtæki tengist ekki hvalveiðum, að Hvalur hf. eigi stóran hluta í fiskvinnslufyrirtækinu HB Granda.

Vefur samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert