Hvirfilbylir bana sjö í Kansas

Verslun í miðbæ Greensburg sem skemmdist mikið í veðrinu.
Verslun í miðbæ Greensburg sem skemmdist mikið í veðrinu. AP

Að minnsta kosti sex manns létu lífið þegar hvirfilbylur lagði stóran hluta bæjarins Greensburg í Kansas í rúst í nótt, að því er yfirvöld greindu frá í dag. Björgunarmenn með leitarhunda fara nú hús úr húsi í leit að fólki. Einn til viðbótar lést í nærliggjandi sýslu er hvirfilbylur gekk þar yfir.

Bylurinn sem skall á Greensburg olli skemmdum á um 90 af hundraði bygginga í bænum. Íbúar þar eru um 1.600. Bærinn var rýmdur og 50 manns voru fluttir á sjúkrahús, þ.á m. 16 lífshættulega slasaðir. Snemma í morgun var 30 manns bjargað úr kjallara sjúkrahúss sem hrundi að stórum hluta af völdum veðursins.

Að sögn veðurfræðinga gengu þrír stórir hvirfilbyljir yfir miðbik Kansas, þar á meðal sá sem olli manntjóninu í Greensburg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert