Portúgalska lögreglan hefur engar vísbendingar í leitinni að Madeleine

Foreldrar stúlkunnar á Algarve.
Foreldrar stúlkunnar á Algarve. Reuters

Portúgalska lögreglan hefur viðurkennt að hafa engan grunaðan og engar vísbendingar í leitinni að Madeleine McCann, fjögurra ára breskri stúlku sem hvarf úr sumarleyfisíbúð á Algarve fyrir tíu dögum. Rannsóknarlögreglumaðurinn sem stjórnar leitinni kveðst ekki hafa hugmynd um hvar Madeleine kunni að vera niður komin.

Foreldrar stúlkunnar hafa heitið því að vera í Portúgal uns hún finnist, að því er fram kemur á fréttavef Sky-sjónvarpsins. Þar segir að tilkynningar frá foreldrunum sé að vænta klukkan sjö að íslenskum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert