Vændiskaupendur fari í samtalsmeðferð

Yfirvöld í Kaupmannahöfn ætla að bjóða kaupendum vændis upp á …
Yfirvöld í Kaupmannahöfn ætla að bjóða kaupendum vændis upp á meðferð. Árangur meðferðar hefur gefist vel í Gautaborg Mynd/ÞÞ

Meðferð fyrir kúnna vændiskvenna er ein af þeim leiðum sem borgarstjórn Kaupmannahafnar er að íhuga til að draga úr vændi í höfuðborginni. Ný könnun leiðir í ljós að sífellt fleiri stunda vændi í borginni og hefur líkamlegt og andlegt ofbeldi gagnvart vændiskonum aukist. Yfirvöld í Kaupmannahöfn líta til Gautaborgar í Svíþjóðar en þar hefur vændiskaupendum verið upp á meðferðarúrræði og hefur það gagnast vel að sögn þeirra sem stýra þeim verkefnum.

Í þau 10 ár sem borgaryfirvöld í Gautaborg hafa boðið upp á meðferðarúrræði fyrir kaupendur vændis, hafa um 300 karlmenn leitað sér aðstoðar og um helmingur þeirra eru í samböndum. Þeir sem leiti eftir meðferð séu þeir sem vilji hætta að kaupa kynlífstengda þjónustu en ekki þeir sem beiti vændiskonur alvarlegu ofbeldi. Í gegnum samtalsmeðferð finni þeir orsökina að því að kaupa líkama konu.

Eina ráðið fyrir þá sem vilja hætta að kaupa vændi í Danmörku er að hringja í hjálparsíma en ekki eru margir kaupendur vændis sem hringja þangað til að rekja raunir sínar. Aðeins 5-8 símtöl á viku og eru það helst giftir menn sem hringja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert