Fjórir greinast með fuglaflensu í Wales

Ekki er um hið H5N1 afbrigði fuglaflensunnar að ræða heldur …
Ekki er um hið H5N1 afbrigði fuglaflensunnar að ræða heldur H7N2. Hún er ekki eins skæð veira og sú fyrrnefnda. Reuters

Fjórir einstaklingar hafa greinst með fuglaflensu í Wales, en fólkið er sagt hafa smitast var fuglaflensuafbrigði sem fannst í dauðum kjúklingum á bóndabæ í Norður-Wales. Um er að ræða hættuminna afbrigði fuglaflensunnar. Unnið er að því að taka sýni frá öðrum bæjum á svæðunum í kring.

Að sögn yfirdýralæknisins í Wales, Christianne Glossop, drápust fuglarni úr H7N2 afbrigði fuglaflensunnar sem er ekki eins skætt og H5N1 afbrigðið sem hefur dregið fólk til dauða.

Heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að fjórir hafi sýkst af fuglaflensunni, en alls voru tekin sýni úr níu einstaklingum sem annaðhvort unnu þar sem kjúklingarnir drápust eða sýndu fram á flensueinkenni.

Rannsóknarniðurstöðurnar eru sagðar staðfesta að menn hafi smitast af veirunni. Hingað til hafa aðeins fuglar smitast af veirunni. Hinsvegar er lögð á það áhersla að veiran smitist fyrst og fremst á milli fugla og að það sé erfitt fyrir fólk að sýkjast af veirunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert