Dönsk fótboltabulla látin laus

Michael Gravgaard reynir að koma í veg fyrir að áhorfandinn …
Michael Gravgaard reynir að koma í veg fyrir að áhorfandinn hjóli í Herbert Fandel dómara. Reuters

Eystri landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms Kaupmannahafnar um að 29 ára gamall karlmaður, sem hljóp inn á leikvöllinn í Parken á laugardagskvöld og réðist á dómarann í knattspyrnuleik Dana og Svía, skuli látinn laus. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum.

Ákæruvaldið ætlar að krefjast þess að maðurinn verði dæmdur í að minnsta kosti 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þetta tiltæki sitt. Þá þykir ljóst, að danska knattspyrnusambandið muni höfða skaðabótamál gegn manninum.

Svo gæti farið að Dönum verði gert að leika næsta landsleik sinn á heimavelli án áhorfenda en það þýðir að rekstarfélag Parken, þjóðarleikvangs Dana, yrði af tugmilljóna króna tekjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert