Hass hættulegra en haldið var

Tæki til hassnotkunar.
Tæki til hassnotkunar. mbl/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hass veldur bæði geðklofa og þunglyndi. Margir halda það meinlaust efni, en hass getur kallað fram geðklofa, geðtruflunum og þunglyndi. Fjöldi rannsókna sýna að því meira hass sem fólk reykir, því meiri er hættan á að það verði veikt á geði, segir á fréttavef Berlingske Tidende í dag.

Rannsóknir sýna að hass kallar fram geðtruflanir og geðklofa hjá fólki, sem hefði ekki orðið veikt ef það hefði ekki reykt hass. Það hrekur útbreidda skýringu á fylgni milli hassreykinga og geðsjúkdóma, að hún sé vegna þess að fólk, sem sé veikt fyrir, noti efnið til þess að deyfa sjúkdómseinkenni. Átta af hverjum tíu geðklofa hassreykingamönnum veikjast vegna notkunarinnar á efninu.

Í Danmörku þýðir það að um 1500 manns þjást nú af geðklofa vegna hassreykinga. Það er því áhyggjuefni að fjórir af hverjum tíu strákum og þrjár af hverjum tíu stelpum milli 16 og 20 ára segjast hafa prófað að reykja hass, sem gerir hass að öðru vinsælasta vímuefni Danmerkur á eftir alkahóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert