Líkur á að Guantánamo verði lokað

Frá fangabúðunum við Guantanamo flóa á Kúbu
Frá fangabúðunum við Guantanamo flóa á Kúbu AP

Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun líklega loka fangabúðunum í Guantánamo innan tíðar. Flytja á fangana frá Kúbu til herfangelsis í Bandaríkjunum. Fundur forseta og helstu ráðgjafa um málið átti að fara fram í dag, en var frestað eftir að fjölmiðlar fréttu af honum.

Forseti Bandaríkjanna, George Bush, á að hafa kallað innanríkis- og lagaráðgjafa sínum til fundar í dag til þess að gera áætlun um hvernig megi loka fangabúðunum við Guantánamo flóa og flytja fangana til Bandaríkjanna. Þetta er í fyrsta sinn sem myndast hefur breið samstaða um málið í Hvíta húsinu, en eftir að fjölmiðlar fréttu af fundinum var honum aflýst

„Hann er ekki lengur á dagskrá í [dag]“ sagði talsmaður Þjóðaröryggisráðsins, Gordon Johndroe. „Hátt settir embættismenn hafa hist áður vegna málsins og ég gerir ráð fyrir að þeir muni hittast aftur.“

Margir innan Hvíta hússins hafa verið mótfallnir ákvörðuninni. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna og dómsmálaráðuneytið hafa sagt að ef „ólöglegir“ óvinahermenn verða fluttir til Bandaríkjanna muni það veita þeim óverðskulduð lagaleg réttindi.

Þrýstingur á að loka Guantanamo hefur aukist gríðarlega síðan að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi fyrri aðferðir við að kæra óvinahermenn ólöglegar og eftir úrskurð herdómstólsins nýlega sem vísaði frá tveimur kærum í nýja dómskerfinu gegn föngum í Guantánamo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert