Rice: Við höfum bruðist fólkinu í Darfur

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice hefur látið þau orð falla að jarðarbúar hafi brugðist fólkinu sem býr í Dafur-héraði. Ég held að alþjóðasamfélagið hafi ekki sinnt skyldum sínum hér,” sagði Rice er hún bjóst til að fara á ráðstefnu sem haldin verður í París um vandann í Súdan.

Síðan vandræðin og skærur brutust út í Darfur í 2003 hafa um 200 þúsund manns látið lífið og 2,4 milljónir manna flúið héraðið.

Samkvæmt fréttavef BBC munu Bandaríkin, Frakkland, Kína og Egyptaland taka þátt í ráðstefnunni en hvorki Súdan né aðilar frá uppreisnarmönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert