Handtekin fyrir að vökva ekki garðinn

Það borgar sig að vökva garðinn sinn í Utah.
Það borgar sig að vökva garðinn sinn í Utah. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sjötug kona, sem sagðist ekki hafa efni á því að vökva garðinn sinn í smábæ í Utah-ríki í Bandaríkjunum, var handtekin í gær eftir að hafa neitað að gefa upp nafn sitt og taka við sektarmiða fyrir að hafa ekki virt tilskipum frá sveitarfélaginu. Konan hafði ekki vökvað garðinn sinn í heilt ár, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Þegar lögregluþjónn bankaði upp á hjá konunni í gær neitaði hún að taka við sektarmiða fyrir að hafa ekki vökvað garðinn og krafðist þess að fá að hringja í son sinn. Þegar lögregluþjónninn reyndi að grípa hana datt hún í útidyratröppunum og fékk skurð í andlitið. Neitaði hún að hlýða skipunum lögregluþjónsins sem brá á það ráð að handjárna hana og flytja hana í járnum á lögreglustöðina þar sem henni var gert að dúsa í fangaklefa í rúma klukkustund. Eftir að konunni var sleppt úr prísundinni var lögregluþjónninn sem handtók hana rekinn frá störfum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert