Meiri olíuleki við strendur Ibiza

Sjálfboðaliðar við hreinsunarstörf á sólarströnd Ibiza.
Sjálfboðaliðar við hreinsunarstörf á sólarströnd Ibiza. Reuters

Yfirvöld á Spáni segja að tveir aðrir olíulekar hafi fundist úti við sólarstrendur Ibiza, þar sem þremur ströndum hefur nú þegar verið lokað. Yfirmaður björgunarliðs á svæðinu sagði lekann frá skipinu Don Pedro, sem sökk í vikunni, hafa haldið áfram.

Pilar Tejo, yfirmaður björgunarliðsins, sagði nýja lekann hafa valdið 50 metra langri slóð af olíubrák, sem nálgast ströndina. Um 150 manns vinna að að hreinsunarstörfum.

Varúðarráðstafanir voru gerðar við strandirnar Talamanca og Ses Figueretes á austurströnd Ibiza á miðvikudaginn þegar skipið MS Don Pedro sigldi á smáeyju og sökk rétt hjá höfn Ibiza. Fjögurra kílómetra löng olíubrák myndaðist þegar olía lak út um göt á skrokki skipsins. 20 manns var bjargað af skipinu og engan sakaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert