Rússar tilkynna NATO um frávik frá samningi frá 12. desember nk.

Reuters

Rússar hafa formlega tilkynnt Atlantshafsbandalaginu NATO um frávik sitt frá samningi um takmörkum hefðbundins herafla í Evrópu (Conventional Forces in Europe Treaty CFE) frá og með 12. desember næstkomandi og eru forsvarsmenn bandalagsins að íhuga hugsanleg viðbrögð þess, samkvæmt upplýsingum ónafngreindra heimildarmanna innan NATO.

“Rússar hafa sent mjög harðort skjal þar sem fram koma ástæðurnar fyrir fráviki þeirra frá samningnum og nákvæm tímasetning,” segir heimildarmaður AFP-fréttastofunnar. “Rússar hafa staðfest að frá þessari dagsetningu muni þeir ekki leyfa eftirlit byggt á samningnum. Þeir hafa þó ekki sagt alfarið að þeir muni rifta samningnum. Forsvarsmenn NATO þjóðanna 26 eru að bera saman bækur sínar en til stendur að bandalagið svari formlega, án alls æsings, á næstu dögum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert