Minnast fórnarlamba Stalíns-tímans

Ættingjar fórnarlamba harðstjórnar Stalíns komu saman í morgun
Ættingjar fórnarlamba harðstjórnar Stalíns komu saman í morgun AP

Hundruð ættingja fórnarlamba þeirra sem létust á Stalín-tímanum í Sovétríkjunum komu saman í Moskvu í dag til þess að minnast þeirra og krefja stjórnvöld um skaðabætur vegna missisins. Flestir þeirra sem komu saman eru eldri borgarar en sjötíu ár eru liðin frá því að hreinsanir Stalíns hófust árið 1937 þegar pólitískir refsidómar voru kveðnir upp yfir leiðtogum Kommúnistaflokksins og herforingjum Rauða hersins.

Fólkið lagði blóm og kveikti á kertum sem hafði verið komið fyrir á steinum úr hinum illræmdu Solovetskí fangabúðum, fyrir utan höfuðstöðvar FSB leyniþjónustunnar, áður höfuðstöðvar KGB.

Talið er að yfir fjörtíu milljónir hafi látið lífið í þjóðernishreinsunum á valdatíma Stalíns.

Blóm fyrir utan höfuðstöðvar FSB
Blóm fyrir utan höfuðstöðvar FSB AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert