ESB reynir að koma í veg fyrir veglagningu í Póllandi.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leitar nú til dómsstóla til þess að koma í veg fyrir gerð vegar í Póllandi í gegnum dýraverndarsvæði. Vegurinn, sem liggur á milli Varsjár og Helsinki, fer í gegnum Rospudadal þar sem eru sjaldgæfar plöntur og dýr.

Yfirvöld frestuðu framkvæmdum fram yfir hreiðurgerðartímabil en heldur áfram í ágúst. Yfirvöld segja eyðileggingu á umhverfinu vera í lágmarki þar sem að um svifbrú sé að ræða, en ekki veg á jörðu niðri.

ESB biður Evrópudómstólinn um að gefa úr lögbann gegn óafturkallanlegri eyðileggingu á sérstöku svæði. Framkvæmdastjórnin vill fresta framkvæmdum þar til það hefur fyllilega komið í ljós að vegurinn sé í samræmi við ströngustu umhverfisreglur.

Tilgangur vegagerðarinnar er að sneiða hjá bænum Augustow, sem 4.500 vörubílar keyra í gegnum daglega.

Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri ESB.
Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri ESB. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert