Angela Merkel heimsækir Grænland

Angela Merkel á siglingu í ísfirðinum.
Angela Merkel á siglingu í ísfirðinum. Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er í heimsókn á Grænlandi og kom í gær til flugvallarins í Ilulissat eða Jakobshöfn þar sem grænlensk skólabörn sungu m.a. fyrir hana. Hans Enoksen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, tóku á móti kanslaranum.

Eftir móttökuathöfnina fóru Merkel og fylgdarlið hennar m.a. í siglinu um Ilulissat ísfjörðinn. Fogh Rasmussen bauð Merkel til Grænlands til að fræðast um bráðnun íss en ísfjörðurinn, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, sendir á hverju ári 35-40 rúmkílómetra ísblokkir á haf út frá ísbreiðu Jakobshafnar, sem bráðna sífellt hraðar.

Í júní fór Anders Fogh með framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, í svipaða kynnisferð.

Angela Merkel og Anders Fogh Rasmussen standa á Kangerlussuaq flugvelli …
Angela Merkel og Anders Fogh Rasmussen standa á Kangerlussuaq flugvelli og bíða eftir flugi til Ilulisaat. Reuters
Grænlenski bærinn Ilulissat, öðru nafni Jakobshöfn.
Grænlenski bærinn Ilulissat, öðru nafni Jakobshöfn. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert