Risavefur í Texas

Risastór köngulóarvefur hefur fundist í þjóðgarði í Texas í Bandaríkjunum. Er vefurinn allt að 190 metra breiður. Starfsmenn þjóðgarðsins hafa mjög velt vöngum yfir því hvernig þessi vefur hefur orðið til, hvort köngulóahópur hafi unnið saman eða hvort köngulær hafi spunnið vefinn þegar þær voru að flýja hver aðra. Búist er við að vefurinn haldist uppi eitthvað fram á haustið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert