Kínverski herinn braust inn í tölvukerfi Pentagon

F-16 orrustuflugvél flýgur yfir Pentagon.
F-16 orrustuflugvél flýgur yfir Pentagon. Reuters

Talið er víst, að kínverski alþýðuherinn hafi staðið á bak við tölvuinnbrot, sem framið var í gagnabanka Pentagon, bandaríska varnarmálaráðuneytisins, í júní. Breska blaðið Financial Times segir frá þessu í dag. Nýlega kom í ljós, að tölvuþrjótar á vegum kínverska hersins höfðu brotist inn í tölvukerfi þýskra stjórnvalda.

Financial Times hefur eftir bandaríska embættismönnum, að tölvuinnbrotið í júní sé það alvarlegasta, sem varnarmálaráðuneytið hafi lent í. Varð m.a. að slökkva á tölvukerfinu í skrifstofu Roberts Gates, varnarmálaráðherra.

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, mun hitta Hu Jintao, forseta Kína, að máli síðar í vikunni á leiðtogafundi APEC í Sydney í Ástralíu.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi tölvuinnbrot við kínverska ráðamenn nýlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert