Í fangelsi fyrir að setja nektarmyndir af eiginkonu sinni á netið

Fyrrum lögreglumaður í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var í dag dæmdur í 3-12 mánaða fangelsi fyrir að setja nektarmyndir af fyrrum eiginkonu sinni á netið og bjóða öðrum að hafa samband við hana og semja um ofbeldisfull kynmök. Mál þetta hefur vakið töluverða athygli í Bandaríkjunum.

Maðurinn, sem heitir Luke Heller og er 37 ára, játaði á sig að hafa ofsótt konuna.

Heller var rekinn úr lögreglunni á síðasta ári eftir að hann var ákærður fyrir að birta myndir af konunni og nafn hennar og aðrar persónuupplýsingar á netsíðu sem fjallar um BDSM kynlíf. Hvatti Heller lesendur til að hafa samband við konuna ef þeir vildu taka þátt í ofbeldisfullu kynlífi.

Konan yfirgaf Heller árið 2003 og sótti um skilnað sem var veittur árið 2005. Hún sakaði hann um að hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert