Sarkozy segist ekki vilja stríð gegn Írönum

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands Reuters

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði í dag að Frakkar vilji ekki stríð gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra, en kallaði ástandið afar erfitt og óásættanlegt að Írönsk stjórnvöld reyni að koma sér upp kjarnavopnum.

„Íranar eru að reyna að koma sér upp kjarnasprengju”, sagði Sarkozy fjölmiðlum í dag. „Það er óásættanlegt og ég segi frönsku þjóðinni að það sé óásættanlegt”.

Sarkozy vildi ekki taka undir orð franska utanríkisráðherrans Bernard Kouchner, sem olli miklu fjaðrafoki fyrir fáeinum dögum er hann sagði að búa sig þyrfti undir hið versta, þ.e. stríð.

„Ég hefði ekki notað orðið stríð, og hann [Koucher] hefur útskýrt orð sín sjálfur.<

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert