Konur og börn létust í árásum Bandaríkjamanna í Írak

Níu börn og sex konur létust í aðgerðum Bandaríkjamanna í Thartar héraði í Írak í gær. Árásin var gerð í kjölfar þess að hernum bárust upplýsingar um að hátt settir meðlimir al-Qaída ætluðu að hittast í héraðinu. Árásin hófst með loftárásum og réðust hermenn svo til atlögu frá jörðu niðri, en nutu stuðnings úr lofti.

Nítján grunaðir uppreisnarmenn fundust látnir þar sem árásin var gerð, en áðurnefndir tólf ríkisborgarar einnig. Fleiri óbreyttir borgarar hafa ekki látist í einni árás bandamanna frá því að stríðið hógst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert