Sendiherra Tyrkja í Bandaríkjunum aðeins kallaður heim tímabundið

Tyrkir kölluðu í gærkvöldi sendiherra sinn heim tímabundið frá Bandaríkjunum í mótmælaskyni við drög að yfirlýsingu sem samþykkt var í nefnd í fulltrúadeild bandaríska þingsins, þar sem fjöldamorð á Armenum á árunum 1915-1917 eru skilgreind sem þjóðarmorð.

Ályktunin hefur vakið mikla reiði meðal tyrkneskra stjórnvalda, sem hafa neitað því að þjóðarmorð hafi átt sér stað.

Tyrkir segja að sendiherrann hafi verið kallaður heim í viku eða tíu daga og tíminn verði nýttur til að ráðfæra sig við hann. George W. Bush, bandaríkjaforseti, hefur lagst gegn yfirlýsingu þingsins og segir að það myndi hafa slæm áhrif á tengsl Bandaríkjamanna við lykilbandamann innan NATO og í stríðinu gegn hryðjuverkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert