Átök fara harðnandi á norðurhluta Sri Lanka

Lögreglumaður sést hér við eftirlit í bænum Vavuniya á Sri …
Lögreglumaður sést hér við eftirlit í bænum Vavuniya á Sri Lanka. Reuters

Tugir Tamíl Tígra og stjórnarhermanna á Sri Lanka hafa látist eða særst í átökum milli fylkinganna tveggja á norðurhluta eyjunnar í dag. Átökin brutust út skammt frá víglínunni við Muhamalai á Jaffna-skaga.

Ekki hefur verið hægt staðfesta nákvæmlega hversu margir hafa fallið í átökunum. Mikill munur er á þeim tölum sem bæði uppreisnarmennirnir og herinn í landinu hafa gefið upp.

Ríkisstjórn landsins hefur áður greint frá því að hún muni verja gríðarlegum fjármunum til varnarmála. Fréttaskýrendur segja að fylkingarnar tvær búi sig nú undir stórátök í norðurhluta landsins.

Átökin milli hersins og uppreisnarmannanna, sem vilja koma á sjálfstjórn í norður- og austurhluta Sri Lanka, hafa versnað mikið á undanförnum mánuðum, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert