Skæður Ebólavírus í Úganda

Læknar án landamæra meðhöndla Ebolasjúkling.
Læknar án landamæra meðhöndla Ebolasjúkling. Reuters

Sjúklingur lést úr Ebólavírus í vesturhluta Úganda í dag, samanlagt hafa 23 látist af völdum sjúkdómsins og óttast yfirvöld að skæður vírusstofn hafi náð útbreiðslu til austurhluta landsins. Sjúklingurinn lést í Bundigugyo héraði þar sem mörg hundruð manna eru undir eftirliti vegna hugsanlegs smits.

Fram til þessa er vitað um 104 sem hafa smitast og 23 hafa látist. Sjúkdómurinn lét á sér kræla í byrjun september nærri Viktoríuvatni við landamæri Kenía.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert