Hákarl réðist á baðgest á Bondi-ströndinni í Sydney, sem er vinsæl meðal ferðafólks hvaðanæva úr heiminum. Fregnir herma að hákarlinn hafi bitið manninn í handlegginn, en manninum tókst að sleppa með því að lemja hákarlinn á snoppuna. Maðurinn náði til strandarinnar, þar sem hann missti meðvitund.
Lífvörður sagði að maðurinn hefði farið að synda eftir myrkur, sem væri einkar óráðlegt. Hákarlar sjáist oft í grennd við Bondi-ströndina, en fátítt sé að þeir komist í gegnum girðingar sem verji sundfólk fyrir þeim.
„Hákarlinn réðist á mig,“ sagði sundmaðurinn, Scott Wright, við Channel Ten News, „beit sig fastan í handlegginn á mér og vildi ekki sleppa. Svo að ég reyndi að berja hann í nefið og reyna að losna. Ég hélt að þessu væri lokið, ég „hélt að þetta væri mitt síðasta.“