Bush fordæmdi morðið á Bhutto

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, fordæmdi nú síðdegis hina auvirðilegu morðárás öfgamanna á Benazir Bhutto, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Pakistan. Hvatti hann stjórnvöld í landinu að láta ekki hrekja sig af leið til lýðræðis. 

„Þeir sem frömdu þennan glæp verða að svara til saka," sagði Bush, sem staddur er á búgarði sínum í Texas. „Við stöndum með pakistönsku þjóðinni í baráttunni gegn hryðjuverkum og öfgum."

Bush hvatti Pakistana til að víkja ekki af þeirri leið lýðræðis, sem mörkuð hefði verið eftir að neyðarástandi var aflétt nýlega og þingkosningar boðaðar 8. janúar. 

„Við hvetjum þá til að heiðra minningu Benazir Bhutto með því að halda áfram á lýðræðisbraut," sagði Bush.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert