Ágreiningur milli Grænfriðunga og Sea Shepherd

Paul Watson um borð í skipinu Steve Irwin
Paul Watson um borð í skipinu Steve Irwin HO

Ágreiningur er kominn upp meðal náttúrusverndardamtakanna Sea Shepherd og Greenpeace, en síðarnefndu samtökin hafa neitað að gefa upp staðsetningu japanska hvalveiðiflotans.

Sea Shepherd neyddust til að yfirgefa svæðið þar sem japönsku hvalveiðiskipin voru þegar áströlsk yfirvöld sóttu tvo meðlimi samtakanna um borð í japanskt hvalveiðiskip þar sem þeir voru í haldi.

Samtökin misstu þannig af japanska flotanum. Grænfriðungar hafa einnig fylgst með móðurskipinu Nisshin Maru, en Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir þá neita að gefa upp staðsetningu sína.

Að sögn Watson hafa samtökin neitað á þeim forsendum að það brjóti í bága við reglur samtakanna, en Watson segir fjáröflunarstarfsemi skipta samtökin meira máli en öryggi hvalanna.

,,Grænfriðungar þurfa myndir af því þegar hvalir eru skotnir, þetta gera þeir á hverju ári. Ef málið er skoðað þá eyða Grænfriðungar meira fé í auglýsingar en í sjálfar aðgerðirnar."

Grænfriðungar neita ásökununum og segja þær fáránlegar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert