50 beinagrindur finnast í þýskum bæ

Meira en fimmtíu beinagrindur af mönnum hafa fundist  á byggingarsvæði í þýska bænum Kassel.  Beinagrindurnar voru á um tveggja metra dýpi og voru á víð og dreif um svæðið. 

Ekki er vitað hversu gömul beinin eru en talið er að þau séu ekki yngri en 50 ára.  Verið er að rannsaka aldur beinanna.

Deilur eru um hvernig fólkið dó en sumir hafa lýst þeirri skoðun, að þau gætu verið af fólki sem dó úr farsóttum á nítjándu öldinni.  Aðrir hafa bent á að fólkið gæti hafa unnið við nauðungarvinnu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert