Norskir dómarar hugsanlega fyrir ríkisrétt

Þrír norskir hæstaréttardómarar eiga yfir höfði sér að vera kallaðir fyrir ríkisrétt eftir að þingnefnd í Noregi hóf í dag rannsókn á þætti þeirra í óvenjulegu máli þar í landi. Eru dómararnir grunaðir um að hafa sniðgengið sönnunargögn í máli manns, sem dæmdur var saklaus í 18 ára fangelsi fyrir morð á tveimur konum.

Dómstóll sýknaði Fritz Moen á endanum af ákæru fyrir morð á annarri konunni en hann var ekki sýknaður af hinni ákærunni fyrr en árið 2006, ári eftir að hnn lést.

Dómararnir þrír eru sakaðir um, að hafa horft framhjá mikilvægum gögnum þegar mál Moens var tekið upp árið 2003. Þeir féllust á að annað málið yrði tekið upp en ekki hitt. Samt sögðust vitni hafa heyrt morðingja konunnar tala við fórnarlamb sitt en Moen var nánast heyrnar- og mállaus frá fæðingu.

Norski einkalögreglumaðurinn Tore Sandberg lagði fram formlega kvörtun gegn dómurunum þremur og það leiddi til þess, að þingnefndin ákvað að hefja rannsókn á störfum dómaranna. Það var rannsókn Sandbergs, sem varð til þess að Moen var á endanum sýknaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert