Viðbúnaðarstig ekki hækkað í Danmörku

Stjórnmálamenn í Danmörku hafa lýst yfir að þeir séu mjög slegnir yfir fréttum af því að hópur innlendra og erlendra múslíma hafi lagt á ráðin um að ráða einna af  teiknurunum sem teiknuðu hinar umdeildu Múhameðstrúarmyndir, af dögum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Lene Espersen, dómsmálaráðherra Danmerkur, segist lítið geta tjáð sig um málið opinberlega en að hún telji dönsku rannsóknarlögregluna PET hafa sýnt snarræði í málinu og komið í veg fyrir hryðjuverk. Þó segist hún ekki telja ástæðu til að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna málsins.„Við þurfum að ýta undir rannsóknir á öfgahyggju og þetta atvik styrkir röksemdir okkar fyrir því að komið  verði á fót hryðjuverkanefnd,” segir Margrethe Vestager, talsmaður stjórnarflokksins Radikale Venstres. 

„Það er sérlega óhuggulegt að á meðal okkar skuli vera manneskjur með svo brenglaðan hugsanagang að þær séu tilbúnar til að myrða teiknara sem hefur það eitt til saka unnið að nýta sér tjáningarfrelsi sitt,” segir Helle Thorning-Schmidt, formaður Jafnaðarmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert