Forsætisráðherra Armeníu, Serge Sarkisian, sigraði í forsetakosningum í Armeníu í gær. Þegar búið var að telja 97% atkvæða var Sarkisian með 52% atkvæða, en keppinautur hans, fyrrum forseti, Levon Ter-Petrosian, var með 21% atkvæða.
Fram kemur á fréttavef BBC að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Ter-Petrosian, sakar stjórnvöld um kosningasvindl og hefur hann boðað til mótmæla í höfuðborg Armeníu, Yerevan, í dag.
Þáttaka í kosningunum var 70%, samkvæmt tölum kosninganefndar Armeníu.