Harður jarðskjálfti í Noregi

Ísbjörn á Svalbarða.
Ísbjörn á Svalbarða. Reuters

Jarðskjálfti, sem mældist 6,2 stig á Richter, varð á Svalbarða í morgun. Engan sakaði og ekki er vitað til þess að tjón hafi orðið á mannvirkjum. Er þetta öflugasti skjálfti, sem mælst hefur í Noregi en upptökin voru um 140 kílómetra suðaustur af Longyearbyen, stærsta bænum á  Svalbarða.  Þar búa um 2300 manns.

Fram kemur í yfirlýsingu frá Norsar stofnuninni, að upptök skjálftans hafi verið á hafsbotni en fundist vel á Svalbarða. Margir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfar stóra skjálftans og þeir munu halda áfram. 

Von er á José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins,  Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og Wangari Maathai, friðarverðlaunahafa Nóbels, til Longyearbyen í næstu viku í tilefni af því að svonefnd dómsdagshvelfing verður tekin í notkun en þar verða varðveitt sýnishorn af mikilvægustu fræjum heims.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert