Dregur úr flugskeytaárásum á Ísrael

Tveir Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska hermenn eftir að fótgöngulið Ísraelshers fór inn á Gasasvæðið um tíma í nótt. Samkvæmt heimildum Palestínumanna létu herskár Palestínumaður og stúlkubarn lífi í átökunum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

 Heldur virðist vera að draga úr flugskeytaárásum Palestínumanna frá Gasasvæðinu yfir landamærin til Ísraels, eftir umfangsmiklar hernaðaraðgerðir Ísraela á undanförnum dögum. Rúmlega hundrað Palestínumenn hafa látið lífið í árásum Ísraelshers og átökum Ísraela og Palestínumanna á undanfarinni viku.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert