„Þolinmæði múslíma á þrotum"

Afganskir þingmenn með danska fána sem þeir kveiktu síðan í …
Afganskir þingmenn með danska fána sem þeir kveiktu síðan í í gær. AP

Um 5.000 manns tóku þátt í mótmælafundi í Pul-i-Alam, höfuðborg  Logahéraðs í Afganistan í morgun. Boðað var til fundarins í mótmælaskyni við birtingu danskra fjölmiðla á skopmynd af Múhameð spámanni og hernaðaraðgerðum Ísraela á Gasasvæðinu að undanförnu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Fundurinn er fjölmennasta mótmælasamkoma vegna birtingar Múhameðsteikninganna sem fram hefur farið í Afganistan frá því þær voru fyrst birtar árið 2006.„Þolinmæði múslíma er á þrotum. Stjórnvöldum ber að slíta öll tengsl við Danmörku og Hollandog senda herlið þeirra heim frá Afganistan,” segir í fréttbréfi þar sem boðað er til fundarins.

Í gær mótmæltu 300 þingmenn á afganska þinginu birtingu dönsku myndarinnar og gerð hollenskrar bíómyndar um Múhameð spámann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert