Varað við versnandi veðri á Bretlandi

Við Selsey, á suðurströnd Englands í dag.
Við Selsey, á suðurströnd Englands í dag. AP

Mikið óveður hefur gengið yfir vestur-og suðurströnd Englands í dag, og vara veðurfræðingar við versnandi veðri.  Víðtæk röskun hefur verið á samgöngum og allt að 12.000 heimili eru rafmagnslaus, að því er kemur fram á fréttavef BBC. 

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun í Bretlandi, er fólk beðið um að vera varkárt og varað er við stormi við strendurnar, og eru 41 flóðaviðvaranir í gildi.  Megin áhættusvæði eru núna Bristol sundið, Severn árósið og Somerset ströndin á vestur Englandi, nærri Wales.

Að sögn talsmanns Umhverfisstofnunarinnar hefur lægt við hluta af suðvestur ströndinni. Í morgun var varað við flóðum í Devon og Cornwall, en talið er að hættan hafi minnkað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert