Sjálfsvígsárás á bílalest NATO í Afganistan

Frá Afganistan.
Frá Afganistan. Reuters

Sjálfsvígsárás var gerð nærri bílalest NATO hermanna í bænum Khost í austur Afganistan í morgun. Tveir afganskir strákar létu lífið, einn hermaður særðist, og fjórir Afganir særðust. 

Árasarmaðurinn  ók bifreið hlaðinni sprengjum á bílalest NATO.  Flestir hermenn í Khost eru bandarískir, en ekki hefur verið staðfest af hvaða þjóðerni þeir voru sem voru í bílalestinni.

Tveir dagar eru frá því að sjálfsvígsárás var gerð nærri bandarísku herliði í Kabúl, höfuðborg Afganistan, en sex óbreyttir borgarar létu lífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert