Kína lýsir óánægju með för Dalai Lama til Bretlands

Tíbetski fáninn.
Tíbetski fáninn. Reuters

Yfirvöld í Kína lýsa yfir áhyggjum á yfirlýsingu Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, um að andlegur leiðtogi Tíbeta, Dalai Lama, muni fara í heimsókn til Bretlands í maí. 

„Við höfum í sífellu bent á að Dalai er pólitískur útlagi, sem er viðriðinn starfsemi sem hefur það að markmiði að kljúfa Kína, og felur sig bakvið trúarbrögð," segir talsmaður utanríkisráðuneytis Kína.

Fulltrúi Dalai Lama í Bretlandi, segir að þetta séu stöðluð svör frá kínversku ríkisstjórninni, og bætir við að það mikilvægasta sé að yfirvöld í Kína viðurkenni vandamálið í Tíbet. 

Fyrr í dag var greint frá því að forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, væri reiðubúinn til viðræðna við andlegan leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama, með tveim skilyrðum. Skilyrðin tvö væru þau að Dalai Lama krefðist ekki fulls sjálfstæðis Tíbet, og að hann fordæmdi ofbeldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert